Bólusetningar – er meiri alvara á ferð en haldið var?

Fyrir um 2 árum lögðu fulltrúar borgarstjórnarhóps Sjálfstæðismanna fram tillögu um að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss í Reykjavík. Þetta þótti borgarstjóra vanhugsað og róttækt og tillagan var felld.

Engar breytingartillögur komu fram hjá meirihlutanum í Reykjavík né var tillögunni sýndur lágmarksáhugi og vísað til Skóla- og frístundaráðs til frekari skoðunar ef hugsanlega mætti finna betri flöt á málinu. 

Í umræðum um málið kom fram að borgarstjóri teldi betra að borgin gæti farið í samráð við Landlæknisembættið um að fræða foreldra um gildi bólusetninga og styrkja heilbrigðiskerfið. 

Ég hef ekki orðið vör við það samráð frekar en flest annað samráð sem meirihlutinn telur engu að síður að hann standi fyrir!

Taka ætti málið upp að nýju.