Væntingar og vonleysi

Munurinn á tillögum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn vill taka tillögurnar upp strax – ekki bíða eftir því að samið verði við vogunarsjóði sem enginn veit hversu langan tíma tekur.

Sjálfstæðisflokkurinn er með tillögur sem vitað er hvernig má framkvæma – Framsóknarflokkurinn fjallar um skuldir þeirra sem tóku lán á einhverju árabili án þess að nefna skýrt við hvað átt er. 

Sjálfstæðisflokkurinn notar hugtakið skattaafslátt sem að sjálfsögðu þýðir að minna verður til í ríkissjóði en er með sterka efnahagsstefnu sem mun koma atvinnulífinu af stað sem skilar tekjum til ríkissjóðs eða minnkar útgjöld ríkissjóðs að sama skapi. Framsóknarflokkurinn talar um að afsláttur af greiðslum til vogunarsjoða verði notaður til að leiðrétta stökkbreytt lán. Áður en að hægt er að nota þetta fé verður það að sjálfsögðu komið í ríkisssjóð. Þannig að um greiðslur úr ríkissjóði er alltaf að ræða.

Framsóknarflokkurinn skrúfar væntingavísitöluna upp úr öllu valdi og líklegt er að vonbrigðin verði á pari við væntingar og vonleysi það sem Skjaldborgarstjórnin skilaði. Vonandi er fólk að átta sig á þessu. 

 

Raunhæfar tillögur Sjálfstæðisflokksins eru hér.