Vondu og góðu krónurnar!

Fólk verður að átta sig á þessu. Það stenst
ekki skoðun að munurinn á tillögunum milli Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks gangi út á það að Framsókn vilji láta vogunarsjóði borga en Sjálfstæðismenn vilji láta fólk sjálft borga.
Það eru ekki til neinar vondar krónur og góðar krónur, þetta kemur alltaf úr sama sjóði eða einfaldlega ríkissjóði.


Bjarni Benediktsson gerir góða grein fyrir þessu í útvarpi í gær sjá hér hvet ykkur til að hlusta á viðtalið sem er stutt og laggott.


Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta skuldastöðu í gegnum afslátt af
skatti og það vill hann hefja strax að loknum kosningum ekki bíða eftir
því að koma hugsanlegum eignum úr þrotabúum í verð og sjá hver staðan
verður þá. Þetta getur tekið mörg ár. Augljóst er að koma þarf til móts við heimilin og það án þess að skilyrða þær endurgreiðslur við önnur viðskipti. 

Báðir flokkar vilja taka hart á samningum við kröfuhafa og
vonandi verður sú eignamyndun sem þar fæðist til að koma til móts við heimilin og ekki síður til
að rétta ríkissjóð af.