52% í skatta og gjöld

Síðustu ár hafa ráðstöfunartekjur meðalfjölskyldu lækkað um eina milljón króna vegna ofur álagningar og skatta. Heimilin ráða ekki við þetta. Það sama á við í atvinnulífinu. Ljóst er að skattahækkanir á fjölskyldur og fyrirtæki hafa ekki skilað því sem til var ætlast og algjörlega nauðsynlegt er að snúa af þessari röngu braut. Hér er mynd sem ég leyfi mér að deila en ungir sjálfstæðismenn tóku þetta saman úr gögnum frá Hagstofu Íslands og Fjármálaeftirlitinu.

Myndin sýnir í hvað tekjur heimilanna fara að meðaltali og hvað það er sem er að sliga fólk – skattar og opinber gjöld eru 52% – Úff!